

Hinir íslensku náttúrufræðingar - Þórunn Wolfram Pétursdóttir, doktor í umhverfisfræðum
23-2-2021 | 48 Min.
Þórunn Wolfram Pétursdóttir er doktor í umhverfisfræðum frá Landbúnaðarháskóla Íslands og sviðstjóri hjá Landgræðslunni. Hún hefur fjölbreytta starfsreynslu, m.a. sem héraðsfulltrúi hjá Landgræðslunni, sem aðstoðarmaður umhverfisráðherra, auk þess að hafa verið í rannsóknarnámsleyfi við eina af rannsóknarstofnunum framkvæmdarráðs Evrópusambandsins á norður Ítalíu. Henni er umhugað um sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda og endurheimt náttúrugæða og trúir á þverfræðilega nálgun til að ná árangri.

Hinir íslensku náttúrufræðingar - Jón Björnsson, þjóðgarðsvörður
09-2-2021 | 58 Min.
Að vera náttúrufræðingur er aðeins einn af höttum Jóns Björnssonar, þjóðgarðsvarðar í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli. Í hlaðvarpinu segir Jón okkur frá hinum fjölmörgu störfum sem hann hefur komið að, á sjó og á landi, en ferill hans sem landvörður hófst á Hornströndum.

Hinir íslensku náttúrufræðingar - Erna Sif Arnardóttir
02-2-2021 | 32 Min.
Erna Sif Arnardóttir er lektor við verkfræði- og tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík. Hún leiðir stóran hóp alþjóðlegra vísindamanna í verkefninu "Svefnbyltingin" en verkefnið hefur hlotið einn stærsta styrk sem veittur hefur verið til rannsókna hér á landi úr Horizon 2020 rammaáætlun ESB fyir rannsóknir og nýsköpun. Erna Sif er líffræðingur að mennt og heillaðist að erfðafræði á menntaskólaárunum.

Hinir íslensku náttúrufræðingar - Kristinn Haukur Skarphéðinsson, fuglafræðingur
26-1-2021 | 46 Min.
Kristinn Haukur Skaphéðinsson er manna fróðastur um erni á Íslandi en hann á langan starfsferil að baki hjá Náttúrufræðistofnun Íslands við rannsóknir á þeim og öðrum fuglum í náttúru Íslands. Í hlaðvarpinu segir Kristinn Haukur okkur frá námi sínu og störfum - og skemmtilegum fuglum sem hann hefur komist í kynni við.

Hinir íslensku náttúrufræðingar - Rannveig Guicharnaud, jarðvegsfræðingur
19-1-2021 | 44 Min.
Hvað eiga jarðvegur, Evrópusambandið og þríþraut sameiginlegt? Jú, þau hafa notið krafta Rannveigar Guicharnaud, jarðvegsfræðings. Hún lætur ekki landamæri eða tungumál stöðva sig og hefur sinnt margvíslegum verkefnum á sviði jarðvegsfræði, kortlagningu og samráðs. En Rannveig er einnig margfaldur Íslandsmeistari í þríþraut og hefur staðið á verðlaunapalli heima og erlendis í ófá skipti.



Hinir íslensku náttúrufræðingar